top of page

Um Gordon

Vottun á LET leiðbeinendum í fyrirtækjum og stofnunum

Fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök fá stuðning til að byrja með innleiðingu á LET hugmyndafræðinni og geta síðan notað sitt eigið starfsfólk til að viðhalda þeirri þróun og stefnumótun. Þannig verður LET hluti af innri starfsemi fyrirtækisins og kostnaður til lengri tíma lægri.

 

Gordon Training Iceland er með vottunarferli  fyrir LET leiðbeinendur í fyrirtækjum og stofnunum þar sem lykil starfsmenn fengið réttindi til að stýra framkvæmd LET stefnumótunar og sjá um áframhaldandi þjálfun starfsmanna til lengri tíma.

 

Að fá LET leiðbeinendavottun fyrir einn eða fleiri af starfsmenn er besta leiðin til að tryggja árangur að LET innleiðingu og viðhalda þeirri stefnumótun sem ákveðið hefur verið að nota. Þetta eykur verðmæti fjárfestingar og  heldur kostnaði við innleiðingu í lágmarki. Hér að neðan er lýsing á fjórum fösum fyrir LET vottun:

 

LET - 4 stiga vottunarferli fyrir leiðbeinendur

Sjálfstæðir LET leiðbeinendur og vottaðir leiðbeinendur í fyrirtækjum og stofnunum fara í gegnum 4 stiga vottunarferli (4 vinnustofur) sem samanstendur af þátttöku í tveimur vinnustofum (3 daga og 5 daga), framkvæmd á 3 daga vinnustofu undir eftirliti master leiðbeinanda og síðan framkvæmd á eigin 3 daga vinnustofu án leiðbeinanda. 

dreamstime_xl_29037114.jpg
ÁFANGI I:      Vinnustofa LET (þrír dagar)
Þriggja daga (21 klst) LET vinnustofa þar sem þátttakendur læra allt um LET prógrammið, fá einstaklingsbundna athygli frá mjög hæfum þjálfara, hlusta á fyrirlestra, fá tækifæri fyrir umræður og það sem skiptir mestu máli - tækifæri til að nota þetta við alvöru aðstæður með öðrum þátttakendum og upplifa þetta í hlutverkleik.

 

ÁFANGI II:   Vinnustofa - "Train The Trainer" (fimm dagar)
Fimm daga „Train-the-Trainer“ vinnustofa með viðurkenndum LET leiðbeinanda hefst með djúpri endurskoðun á LET færni með hefðbundnum og raunhæfum kennsluaðferðum, þ.m.t. fyrirlestrum, hlutverkum, hópumræðu, hlutverkaleikjum, hæfnisþjálfun og umræðum í smærri hópum. Þátttakendur munu æfa kenna og fá endurgjöf frá leiðbeinanda og öðrum þátttakendum. Öllum vinnustofum er ætlað að styrkja skilvirka notkun þátttakenda á sinni LET færni sem og getu þeirra til tileinka sér þessa færni.

 

ÁFANGI III:   Vinnustofa með stuðningi master leiðbeinanda (þrír dagar)

Nýr leiðbeinandi skipuleggur LET vinnustofu fyrir 5-20 þátttakendur. „Master“ leiðbeinandi mun þjálfa, hafa umsjón með og styðja við bakið á nýjum leiðbeinanda og aðstoða hann/hana við að fínstilla sína færni og hæfileika.

 

ÁFANGI IV:  Sjálfstæð vinnustofa með mati þátttakenda (þrír dagar)

Leiðbeinendur skipuleggja og leiðbeina einir á sinni fyrstu vinnustofu og þátttakendur leggja mat á hana og senda niðurstöður til GTI. Byggt á niðurstöðum þessa mats og umsögn „Master“ leiðbeinanda, fá aðilar fulla LET vottun. Þegar þetta liggur fyrir, getur leiðbeinandi keypt þjálfunarpakka fyrir sinn vinnustað og haldið vinnustofur án frekari þjálfunar.

bottom of page