top of page

Um Gordon

Vinnustofa í samstilltri sölu (Sinergism Selling)

Orðið Synergism er komið af gríska orðinu „sunergos“ sem stendur fyrir aðgerð þegar tveir eða fleiri aðilar „vinna saman“ að því að ná fram einhverju sem þessir aðilar gætu ekki gert einir og sér. Þetta umhverfi hentar mjög vel að nota hjá seljanda og kaupanda á vöru og/eða þjónustu. Þetta er í raun samstarfsverkefni; sem krefst tveggja eða fleiri aðila til að nota.

 

Hugmyndafræðin í þessu sölumódeli setur báða aðila í raunverulega samvinnu um málið. Þetta getur verið erfitt að skylja fyrir marga sem hafa ákveðin föst viðhorf um söluumhverfi. Þessar aðferðafræði hefur verið skilgreind þannig að verið sé að kenna stöðuga hugsun um að stilla upp vinningsaðila í máli bæði kaupanda og seljanda. 

 

Því miður getur vinningsstaða skapað erfiðleika í persónulegu og viðskiptalegum samböndum þó henni fylgi tilfynning um sigur og ánægju. Vandamálið liggur í því sem fólk hugsar sem sigur í söluumhverfi.

Sinergism Sellin eykur sölu og bætir þjónustu

Við höfum öll upplifað þá streitu sem fylgir því að hafa óleyst deilumál meðal okkar vinnufélaga. Átök sem eru hunsuð eða illa leyst, hverfa ekki - þau valda fólki vanlíðan og gremju og fólk fer að forðast hvert annað. Áhrifin á fyrirtækið eru lægri framleiðni, auknar fjarvistir og minni velta.

 

Árangur í sölu á vörum og þjónustu í dag er beintengdur við gæði í samskiptum við viðskiptavini. "Synergistic Selling" færir þér grunninn til að byggja upp og viðhalda árangursríku sambandi við viðskiptavini.

 

Synergistic Selling söluþjálfun er vinnustofa þar sem sölufólk lærir ákveðna aðferðarfræði og færni í samskipum við viðskiptavini sem virkar betur til að selja en hörð sölunálgun. Lykilatriðið er að læra hvernig á að byggja upp og viðhalda sínum viðskiptasamböndum.

 

Í Sinergism Selling söluvinnustofu GORDON mun sölufólkið læra hvernig á að eiga samskipti við  viðskiptavini og tileinka sér þá færni sem þarf til að leiða og opna árangursrík samskipti, samstarf og samvinnu á milli kaupanda og seljanda.

 

1. Hlaða niður myndlista með upplýsingum um Sinergism Selling námskeið
2. Hlaða niður upplýsingum um hugmyndafræði LET

3. Hlaða niður almennum myndlista um GORDON

 

Þátttakendur munu læra...

  • Aðferð til að byggja upp öflug tengsl við viðskiptavini.

  • Hvernig á að ná fram dýpri og meiri skilningi á þörfum viðskiptavina.

  • Að tileinka sér öfluga hlustun til að auka viðskiptahæfni í að selja.

  • Að hjálpa viðskiptavini að fara í gegnum ákvarðanaferli.

  • Að koma í veg fyrir vandamál í samskiptum við viðskiptavini.

  • Að snúa vandamálum og samskiptalegum átökum
    upp
     í arðbær viðskiptasambönd. 

 

bottom of page