top of page

Mín saga

​Ég var greindur með krabbamein árið 2011 og var þá svo lánsamur að kynnast markþjálfun og í gegnum það nám lærði ég að byggja upp heilbrigt sjálfstraust og leggja grunn að jákvæðari sýn á sjálfan mig. Ég kynntist líka hugmyndafræði Gordon Training International í leiðtoga- og samskiptafærni og er í dag umboðsaðili fyrir Gordon Training International á Íslandi. Þetta skilaði mér grunni að nýjum starfsferli.

 

Í dag upplifi ég mig sem öfluga persónu byggt á eigin forsendum og viðmiðunum. Ég stjórna mínum tilfinningum betur og hef lært að dvelja ekki í slæmum hugsunum. Ég lærði að meta betur alla þá sem eru í kringum mig og sérstaklega konuna mína. Upplifa nýtt stig í ástinni á henni og finna hvernig þetta var gagnkvæmt. Ég er ekki lengur pirraður og brosi miklu meira.

 

Hvað hefur svo raunverulega breyst? Ég er ennþá sami aðilinn en er orðinn öflugri með því að byggja upp betri tilfinningastjórnun og læra að dvelja meira í núvitund. Í dag rek eigið fyrirtæki í mannauðsmálum, er mikið í markþjálfun og upplifi ánægju á hverjum degi.

ggh_mynd.jpg

„Þú tekur annað hvort stjórn á þínu lífi eða það tekur stjórnina á þér. Þetta er svo einfalt.“

Mitt verkefni

Ég hef eins og flestir fengið minn skamt af áhyggjum og erfiðum hugsunum á lífsleiðinni og þurft að takast á við erfiða tíma. Rúmlega fimmtugur fék ég svo einhverjar erfiðustu fréttir sem til eru "þú ert kominn með krabbamein". Þá settist ég niður og hugsaði vel og lengi um mína stöðu í lífinu. Hvar er ég staddur? Hverju hef ég áorkað? Hvert er ég að fara? Þarna hófst algjör uppstokkun á lífinu og krabbameinið var sem betur fer viðráðanlegt. Næstu tíu ár hjá mér fóru í sjálfsþroska og menntun í mannauðsmálum og þetta gjörbreytti minni lífssýn og ég lærði að njóta þess að lifa lífinu

​

Það er einstök upplifun að njóta lífsins og lifa hvern dag með gleði og ánægju. Eftir að hafa náð þessu, þá fannst mér erfitt að sjá alltof marga aðila í þessum sporum og ég ákvað að bjóða þeim sem vilja í sama ferðalag og mitt. Að bæta sín lífsgæði og læra að lifa lífinu betur. Mitt verkefni núna er því að bjóða öðrum að læra að upplifa að njóta lífsins og að sjálfsögðu á þeim forsendum sem hver og einn ákveður fyrir sig.

bottom of page