top of page

Hvenær fer þín eldflaug í loftið?


Ég hef horft nokkrum sinnum á kvikmyndina „Október Sky“ sem fjallar um líf fólks í litlum bæ þar sem nánast allir karlmennirnir unnu í kolanámunum og fáir komust lengra en það á lífsleiðinni. Þessi sanna hugljúfa mynd segir frá fjórum bandarískum piltum sem á sínum unglingsárum gerðu tilraunir með litlar eldflaugar og unnu stóra vísindasamkeppni með þessu verkefni og fengu allir skólastyrk í háskóla.

Þeirra leið var full af erfiðleikum sem byggðust á fordómum og þröngsýni og þeir urðu oftar en einu sinni að gera hlé á þessu verkefni sínu vegna ýmissa aðstæðna sem komu upp. Alltaf endurskoðuðu þeir stöðuna og héldu áfram. Smátt og smátt unnu þeir alla bæjarbúa með sér og fengu mikinn stuðning þegar upp var staðið.

Þessi saga getur átt við svo marga, vegna þess að flestir sem hafa náð miklum árangri eiga sambærilega sögu. Það þarf að yfirvinna svo marga þröskulda á leiðinni, opna svo margar nýjar dyr og tala svo marga inn á hlutina. Árangurinn virðist svo oft vera rétt handan við hornið, en þegar þangað er komið er bara annað horn framundan með fullt af verkefnum á leiðinni.

Ég sagði alltaf við börnin mín að úthaldið væri það sem skiptir máli. Aldrei að gefast upp og alltaf að vera með B, C og D plan til vara í öllum hlutum. Allir upplifa erfiðleika við að ná árangri, en þeir sem líta á þessaa erfiðleika sem þekkingu sem á að safna saman, þeir ná alltaf lengra og lengra. Þeir sem hlusta á aðra og taka við ráðum frá öðrum, eru líka sífellt að safna og bæta við sig þekkingu. Það þarf ekki alltaf að prófa hlutina, stundum er nóg að hlusta á aðra og nýta þeirra reynslu og þekkingu. Þannig gengur það bara betur og hraðar að safna þeirri reynslu og þekkingu sem þarf til að ná miklum árangri.

Þessir strákar í bandaríska kolabænum áttu sér drauma og fylgdu þeim eftir. Þeir börðust áfram með sína sannfæringu og uppskáru að lifa drauminn að lokum. Allir kláruðu þeir háskólanám og urðu mikilsmetnir hver á sínu sviði og sá sem fór fyrir hópnum endaði hjá geimferðastofnun Bandaríkjanna þar sem hann þjálfaði geimfara. Hann átti sér þennan draum að komast þangað og var nógu staðfastur til að hafa þetta markmið fyrir framan sig, alveg þangað til hann náði þangað.

Átt þú þér draum um eithvað? Langar þig að komast eithvað eða eignast eithvað? Langar þig að upplifa eithvað spennandi eða vinna við eithvað sérstakt? Öll eigum við svona drauma og það er bara undir okkur komið hvort við náum alla leið til að upplifa drauminn okkar.

Markþjálfi hjá Virkaðu, leitast við að vera hlutlaus hlustandi og skapa umhverfi þar sem þú getur talað frjálslega um þær breytingar sem þú óskar eftir og það val sem þú hefur. Markþjálfun veitir stuðning, leiðsögn, ábyrgð, hvatningu, innsæi, ný sjónarmið, staðfestingu og samúð. Markþjálfun færir þér tæki, tól og nauðsynlega þekkingu fyrir þig til að gera breytingar og ná markmiðum þínum.

Virkaðu býður persónulega markþjálfun, námskeið á netinu, vinnustofur, stuðningsspjall til að tengja sig betur við aðra í umhverfinu og stuðning, leiðsögn og ábyrgð við að tryggja að þú sért ávallt í takt við ástríðu þíns lífs og tilgang.


bottom of page