top of page

Eru verkefnin í lífinu að fara með þig?


Stundum tekur lífið óvænta stefnu og á borðið koma verkefni sem geta tekið á. Ég hef svo sem fengið ýmisleg erfið verkefni í gegnum árin og þau hafa sem betur fer öll endað vel og alltaf skapað grunn að því að efla mig og gera mig sterkari. Sum verkefni geta verið erfið að því leiti að þér finnst þú ekki eiga þau skilið, situr jafnvel uppi með verkefni sem aðrir hafa lagt á borðið án þess að þú hafir talið ástæðu fyrir hendi og eru í raun ósanngjörn.

Hvað gerir þú við svona verkefni? Bregstu við í vonleysi, reiði, uppgjöf eða afskiptaleysi. Viðbrögðin byggjast yfirleitt á þínum persónulegu karakter einkennum og þar hefur sjálfsmyndin mikið að segja. Hvernig upplifirðu þig! – hvað er í speglinum á hverjum morgni, hver er fyrsta hugsunin þegar þú vaknar og hver eru þín viðbrögð þegar einhver hallmælir þér?

Ég hef upplifað þetta allt einhvern tíman á æfinni, vonleysi, reiði, uppgjöf og afskiptaleysi, en seinni árin hefur sjálfsmyndin mín orðið sterkari og sjálfstraustið orðið meira. Í dag er ég nokkuð sáttur við mig sjálfann og tel mig vera heiðarlegan, sanngjarnan og traustan aðila sem aldrei mundi viljandi gera öðrum illt.

Þrátt fyrir þetta þá koma enn þann dag í dag verkefni sem hrista upp í mínum tilfinningum, en þegar ég næ að tengja þessi verkefni við mig sem persónu, þá verða þessi verkefni viðráðanlegri og auðveldari að eiga við. Þau rífa mann ekki niður í vonleysi, uppgjöf eða reiði. Þau verða svolítið eins og bilaður bremsuborði í bílnum og maður fær maður góðan aðila til að laga þetta, ef maður getur það ekki sjálfur. Síðan verður maður bara að treysta því að verkefnið sé í góðum höndum og bíllinn bremsi á næstu gatnamótum.

Sumir fá erfiðari verkefni en aðrir og mín upplifun er að það sé alltaf einhver með erfiðari verkefni en maður er sjálfur með og leysi þau oftast vel af hendi. Stundum fyllist maður vonleysi gagnvart sumum verkefnun, en reynslan segir manni að ef maður tekst á við þetta á heiðarlegan og sanngjarnan hátt, þá gengur þetta yfirleitt alltaf vel. Aðalmálið er að gera eithvað og afskiptaleysi er það versta.

Hvers vegna ætti ég að geta aðstoðað þig? - vegna þess að ég hef lært að eiga við mín verkefni og trúðu mér, þau hafa sum verið erfið. Ég hef náð því að skapa mér jafnvægi í lífinu og láta mína drauma rætast. Þess vegna get ég leiðbeint þér varðandi þín verkefni og þína drauma.

Virkaðu markþjálfun býður upp á þjónustu við að takast á við þau verkefni sem verða á þínum vegi. Greina stöðuna, setja markmið um úrlausnir og vinna aðgerðaráætlun um aðgerðir. Kannski er verkefnið þitt núna að gera meira úr lífinu? Kannski langar þig að gera eithvað nýtt og spennandi og jafnvel skapa þér eithvað sem þig hefur lengi dreymt um.

Komdu í ókeypis viðtal þar sem við greinum stöðuna og hvaða möguleika þú hefur. Fyrsta skrefið í öllum verkefnum er einmitt að tala um það við einhvern.


bottom of page