top of page
25. jan. 2020, 09:00
Grand Hótel - Salur Gallerí

Ráðstefna 25. janúar 2020

UM RÁÐSTEFNU

Vertu frumkvöðull og öflugur persónulegur leiðtogi. Gerðu meira og skapaðu þér betri framtíð

Ráðstefnan á erindi til þeirra sem vilja taka áskorun um að gera meira í sínu persónulega umhverfi.

Á ráðstefnunni "Þú ert frumkvöðull" er verið að fjalla um að allir hafi möguleika til að gera eithvað stórkostlegt og geti lagt grunn að betri persónulegri stöðu. Greitt upp skuldir, skapað sér auknar tekjur og eignast meira með því að virkja sinn frumkvöðlakraft. Megin markmið ráðstefnu er að auka skilning hvers og eins um að það geti allir verið frumkvöðlar (sjá), bara ef þá langar nógu mikið.

Þetta snýst um vörn, sókn og leikreglur í okkar samfélagi:

   Vörnin: - greiða skuldir og vera skuldlaus til framtíðar
   Sóknin: - hvernig á að nota vogarafl til að afla og eignast meiri peninga

   Leikreglurnar: - skilja þau atriði í hagkerfinu sem hafa áhrif á þín fjármál

Á ráðstefnunni koma fram erlendir og innlendir fyrirlesarar sem fjalla um persónulegan tilganginn, fjárhagslega færni, leiðtogun, samskiptafærni, framtíðarsýn, sjálfstæðan rekstur og fleira sem hefur áhrif á stöðu og möguleika venjulegs fólks til geta spilað betur eftir leikreglum samfélagsins og þannig gert betur í sínu persónulega umhverfi.

Íslenskt samfélag er að breytast eins og önnur samfélög í heiminum og þetta á sérstaklega við um atvinnuöryggi. Vegna síaukinnar samkeppni eru fyrirtæki að auka útvistun og sækja sér vinnuafl sem verktaka eða starfssamninga til skemmri tíma. Þess vegna þurfa einstaklingar að skapa sér stöðu sem öflugir sjálfstæðir aðilar til að selja sína vinnu (sjá).

Það sem skiptir öllu máli í framtíðinni eru meginreglurnar á bak við vörn, sókn og þær leikreglur sem gilda um einkafjármagn í samfélaginu. Með grundvallar skilningi á þessum þremur sviðum, sem sjaldan eru kennd saman sem heild, er hægt að læra að efla persónulega stöðu og margfalda ávöxtun á sinni vinnu.

About the event
GRUNNUPPLÝSINGAR
UM RÁÐSTEFNU

Hvenær:

Laugardagurinn 25. janúar 2020 kl. 09:00 - 16:00

Staðsetning:

Grand Hótel, Sigtún 38 Reykjavík

Þátttökugjald:

Kr. 19.900,- (innifalið kaffi og léttur hádegisverður). Snemmskráning á lægra verði er opin til 5. september 2019.

Ráðstefnuhaldarar:

Frumkvöðlaskólinn og Kynna ráðstefnuþjónusta

Connectwork

Um Frumkvöðlaskólann

Frumkvöðlaskólinn býður upp á fjölda námskeiða og vinnustofa ásamt öflugu náms- og verkefnaferli í fjárhagslegum, faglegum og persónulegum málum (sjá nánar).

 

Þú lærir fjármála-, leiðtoga- og samskiptafærni, hvernig hægt er að greiða skuldir, afla meiri tekna og skapa sér sjálfstætt rekstrarumhverfi. Þú lærir þau grundvallaratriði sem þarft til að gera meira.

Organizers

Dagskrá ráðstefnu

Kl. 09:00 - 09:15      Inngangur og opnun á ráðstefnu

Kl. 09:15 - 09:45      Tilgangur - undirstaða árangurs

Kl. 09:45 - 10:15      Færni í fjármálum og fjárfestingum

Kl. 10:15 - 10:30      Leiðtogun og samskiptafærni

Kl. 10:45 - 11:15      Stefnumótun og markmiðasetning

Kl. 11:15 - 11:30      Markaðssetning á samfélagsmiðlum

Kl. 11:30 - 11:45      Kynning á úrræðum Nýsköpunarmiðstöðvar

Kl. 11:45 - 12:00      Stuðningur við frumkvöðlastarf
 

Kl. 12:00 - 13:00      Léttur hádegisverður (innifalið í ráðstefnugjaldi)
 

Kl. 13:00 - 13:30      Hvað þarf til að vera frumkvöðull?

Kl. 13:30 - 14:00      Frumkvöðlaskólinn - námskeið og vinnustofur

Kl. 14:00 - 14:30      Frumkvöðlaleiðin - náms- og verkefnaferli

Kl. 14:30 - 15:00      Viðskipta- og frumkvöðlamarkþjálfun

Kl. 15:15 - 15:45      Umræða, pallborð og fyrirspurnir

Kl. 15:45 - 16:00      Samantekt og möguleikar í framtíðinni

Samstarfsaðilar

Sponsors
Þitt tækifæri til að gera meira - það er komið að þér?
RSVP
Subscribe
Contact Us
bottom of page