top of page
Learning Pod

Gott uppeldi skapar frábæra einstaklinga

PET, TET og YOT er viðurkennd alþjóðleg hugmyndafræði í uppeldismálum fyrir foreldra, kennara og unglinga

Hvort sem þú ert foreldri eða kennari, þá veistu að uppeldi getur verið mjög krefjandi – og jafnvel yfirþyrmandi. Ef þú ert unglingur á viðkvæmum stað getum við kennt þér að takast á við lífið á árangursríkan hátt.

 

Það koma ekki uppeldishandbækur með börnum og að vera foreldri þýðir ekki alltaf að þú vitir sjálfkrafa eða ósjálfrátt hvað þú átt að gera. Þú hefur kannski sem foreldri verið að reyna að bæta eigið uppeldið, hefur verið ágætur uppalandi en finnst eins og eitthvað vanti.

Kennarar þurfa í sínu skólaumhverfi að takast á við ólíka einstaklinga með mismunandi bakgrunn. Beita mismunandi samskiptum eftir því hvað virkar með hverjum og einum nemanda

Unglingsárin geta verið á sérstaklega erfiðum tíma. Unglingar eiga í erfiðleikum með að komast að því hverjir þeir eru til að ná árangri í skólanum, til að komast að því hvað gefur þeim tilfinningar um persónulegan árangur og hátt sjálfsálit. Þau eru að reyna að eignast vini, passa inn og umgangast foreldra sína og kennara.

 

Gordon samskiptamódelið er kannski einmitt sá hlekkur sem hefur vantað og gæti hjálpað við að auka skilning og samvinnu svo hægt sé að vinna saman með þarfir allra í huga.

Gordon Training International er þekkt viðurkennt alþjóðlegt umhverfi í mannauðsmálum sem var stofnað árið 1962 af dr. Thomas Gordon sem var tilnefndur til nóbelsverðlauna.

 

Gordon Training International er með:
 

 

Allir leiðbeinendur hjá Gordon Training International eru með viðurkennda alþjóðlega vottun. 

Gordon Training International er þjónustuaðili fyrir sína samstarsfsaðila um allan heim (s.s. Gordon Training Iceland) sem bjóða upp á námskeið og innleiðingar á hugmyndafræði í mannauðs málum fyrir leiðtoga, stjórnendur, foreldra, kennara og einstaklinga í 50 löndum.

Foto-Thomas-Gordon.jpg

Hittu Dr. Thomas Gordon

Brautryðjandi í mannauðsmálum um allan heim

Family Video Call

Gott uppeldi leggur grunn að heilbrigðum og kröftugum einstaklingum. Byrjaðu ferðalagið í dag.

bottom of page