top of page
Family on Digital Tablet

Heilbrigð samskipti og hugmyndafræði lífsins

Hugmyndafræðin í PET, TET og YOT byggir á sömu grundvallaratriðum. Þetta eru vel þekkt atriði sem margir hafa fjallað um í tíma sögunnar. Grundvallaratriðið hjá Thomas Gordon í öllum þessum vinnustofun er það hvernig hann raðar saman ákveðnum mannlegum þáttum í samskiptum í eina heild. Hann bætir svo við þetta hegðunarrammanum þar sem fram fer öll okkar greining á samskiptalegum þáttum og á þeim grunni veljum við síðan hvaða samskiptalegu verkfæri eru best til að eiga við hvaða aðstæður í samskiptum við aðra. Vinnustofurnar í PET, TET og YOT eru að snúast um það að kenna fólki að upplifa heilbrigða hugmyndafræði lífsins  - góð samskipti!.

Samskipti er mesti áhrifavaldurinn 

Til að vita hvað heilbrigð samskipti eru, þarf að hafa í huga hvaða áhrif samskipti hafa á daglegt líf hvers og eins. Rannsóknir til áratuga hafa staðfest að það sem hefur mest áhrif á andlega líðan er það hvernig fólk er að haga sínum samskiptum við aðra. Samskipti eru mesti áhrifavaldurinn um það hvernig fólk upplifir hvort annað. Hvar eru svo góð samskipti?

Stærsti þátturinn í góðum samskiptum er að kunna að hlusta. Ekki bara að heyra hvað er sagt, heldur að tengja við það sem viðkomandi er að segja. Annar stór þáttur er að staðfesta til aðila sem er að tala við þig, að þú hafir heyrt rétt það sem viðkomandi var að segja. Að sýna áhuga á öðrum, skilar yfirleitt því að viðkomandi tengir betur við þig. Síðan er það þannig að fólk hefur mismunandi gildi og viðhorf og þá snýst þetta um að bera virðingu fyrir skoðunum annarra, því þá munu þessir aðilar gera það sama.

Að læra að nota heibrigð samskipti

Allar vinnustofurnar hjá Gordon, PET, TET og YOT snúast um að kenna heildarmyndina í góðum samskiptum. Þar læra þátttakendur að nota ákveðin samskiptaleg verkfæri og hvaða verkfæri nýtast best við hvaða aðstæður. Hér eru nokkur dæmi um þætti á þessum vinnustofum:

  • Að greina hver ber ábyrgð á vandamálum í samskiptum

  • Að bera kennsl á hvenær aðrir þurfa á þinni hlustun að halda.

  • Að skilja grunnferli árangursríkra munnlegra samskipta.

  • Að verða virkur og öflugur hlustandi.

  • Að skylja að reiði getur verið yfirbreiðsla fyrir tilfinningar.

  • Læra hvað Ég-skilaboð eru.

  • Læra að góða og virka aðferð til að leysa átök í samskiptum.

bottom of page