top of page
Hlaðvarp um heilbrigð samskipti
Hér er fjallað um þá þætti sem leggja grunn að heilbrigðum samskiptum. Hvað eru svo heilbrigð samskipti? Samkvæmt mörgum rannsóknum eru það samskipti við aðra sem leggja grunn að góðri andlegri heilsu. Hvernig samskipti við eigum við aðra er mesti áhrifavaldurinn á það hvort við upplifum vellíðan og hamingju. Það má líka nefna mörg önnur atriði eins og svefn, mataræði og hreyfingu, en þegar upp er staðið eru það heilbrigð samskipti sem skipta mestu máli.
bottom of page