top of page

YOT vinnustofa fyrir unglinga

  • 18 hours
  • Verð samkv. fjölda
  • Flétturimi

Service Description

Manstu hvernig það var að vera unglingur? Unglingsárin geta verið erfiður tími. Unglingar keppast við að finna sjalfan sig, ná árangri í skólanum, finna hvað gefur þeim tilfinningar um persónulegt afrek og gott sjálfstraust. Þeir eru að reyna að eignast vini, passa inn og ná saman við foreldra og kennara. Það eru til margar vísbendingar um að tilfinningaleg og félagsleg hæfni sé jafn mikilvæg og fræðileg hæfni, ef ekki meira. Tilgangurinn með Y.E.T. er að hjálpa unglingum að þróa sig félagslega og tilfinningalega með því að bjóða þeim færni til að þroskast og samskiptafærni til að not á öllum sviðum. ÞAÐ SEM UNGLINGARNIR LÆRA: • Að verða meðvitaðir um sínar mikilvægar þarfir • Að tala um þarfir, áhyggjur og vandamál án þess að kenna öðrum um • Að eignast og halda vinum • Að tengja við aðra og hlusta með hluttekningu til að skilja þá • Að vinna bug á ótta sem hindrar þá í að gera það sem þeir vilja gera • Að leysa ágreining við vini, fjölskyldu án þess að rífast og berjast • Að tengjast fólki sem er frábrugðið þeim sjálfum • Að þróa aðgerðaáætlun til að mæta mikilvægum markmiðum HVERNIG HAGNAST UNGLINGARNIR: • Þeir skilja sjálfa sig og aðra betur • Þeir þróa færni sem þeir geta notað í öllum sínum samskiptum alla ævi • Að mæta eigin þörfum og markmiðum og sigrast á ótta sem hindrar þær • Hafa samúð með og skilningi á öðru fólki • Fara vel með aðra og geta eignast og haldið vini • Geta leyst vandamál og átök á friðsamlegan hátt • Takast á við einelti og taka stöðu gagnvart öðrum sem verða fyrir einelti • Þeir upplifa minna streitu og spennu í sínu lífi bæði heima og í skólanum • Þeor öðlast meira sjálfsöryggi og aukið sjálfstraust LÝSING Á VINNUSTOFU: Árangursþjálfun unglinga er 18 tíma vinnustofa sem skipt er í tólf 90 mínútna hluta til að auðvelda aðlögun að lífsleikni eða sambærilegu námi. Þarna eru skapandi athafnir, leikir og hæfileikaæfingar sem höfða til krakka. Þeir taka þátt í hlutverkaleikjum og annarri grípandi starfsemi sem gerir það skemmtilegt að læra Y.E.T. færni. Þetta er hannað fyrir unglinga 13 ára og eldri, bæði þá sem eru að ganga vel og þá sem eiga í erfiðleikum með að axla ábyrgð á sínu lífi eða þá sem eiga í erfiðleikum í skólanum eða eru í þvinguðu sambandi heima fyrir. Y.E.T. veitir krökkum heilbrigt val til að sigrast á sjálfsskaðandi þáttum eins og uppreisn, hefndum, ljúga, hlaupa í burtu, nota fíkniefni og þess háttar!


Contact Details

  • Flétturimi 1, 112 Reykjavík, Iceland

    8930014

    gudmundur.kristinsson@gmail.com


bottom of page